Hraunbrún 40, Hafnarfjörður

Verð: 79.800.000


Tegund:
Einbýlishús
Stærð:
231.20 m2
Inngangur:
Sérinngangur
Herbergi:
7
Byggingarár:
1954
Svefnherbergi:
5
Fasteignamat:
67.150.000
Baðherbergi:
2
Brunabótamat:
63.270.000
Stofur:
2
Bílskúr:

Stór húseign með mikla möguleika.  Um er að ræða 231,2 fm. sérbýli á frábærum stað fyrir ofan götu í Hraunbrún, skammt frá opnu svæði og Víðistaðatúni í Hafnarfirði.  Jarðhæð hússins er skráð sem iðnaðarhúsnæði og þar hefur verið rekið þvottahús og þurrhreinsun um árabil.  Á aðalhæð og í risi er 7 herbergja íbúð, 5 svefnherbergi og tvær samliggjandi stofur.  Jarðhæðin býður upp á ýmsa möguleika, þar mætti mögulega innrétta íbúð/íbúðir og eða nýta hafa áfram undir núverandi iðnað eða annan iðnað.  Rekstur og tæki þvottahússins geta fylgt með í kaupunum (einkahlutafélag er um reksturinn) og þannig skapað samhentri fjölskyldu rekstrartekjur, en þær hafa verið tiltölulega stöðugar í kringum 14 millj. pr. ár á liðnum árum.  Lítil markaðsvinna hefur verið unnin og eru tækifæri til að sækja fram í rekstrinum.

Nánari lýsing:  Á jarðhæð er iðnaðarrými, 90,2 fm. að stærð, auk bílskúrs sem er 33,4 fm.  Hæðin skiptist í afgreiðslurými, starfsmannaaðstöðu, snyrtingu og hitakompu, og þrjú rúmgóð vinnurými.  Gólf eru ýmist máluð eða með dúkflísum.  Góð lofthæð og lagnir liggja með loftum/veggjum.  Bakinngangur er frá bílastæði vestan hússins.  Þvottavélar, strauvélar, þurrkarar, pressur og allur búnaður sem tilheyrir fatahreinsuninni og þvottahúsinu getur fylgt, en búnaðurinn er kominn til ára sinna þótt hann sé í ágætu lagi.  Ýmsir möguleikar varðandi aðra nýtingu jarðhæðarinnar.

Íbúðarrýmið á aðalhæð og í risi mælist einungis 107,6 fm., þar sem risið er að verulegu leyti undir súð.  Grunnflötur hæðarinnar er 90,2 fm. og þar er forstofa, hol, stofur, eldhús, baðherbergi og hjónaherbergi.  Í risinu eru fjögur svefnherbergi, öll með kvistum og súðargeymslum, þar af er eitt mjög stórt.  Risið mælist einungis 17,4 fm., en gólfflötur er miklu stærri. 

Forstofan er flísalögð og þaðan er þröngur stigi á jarðhæðina.  Holið er parketlagt, rúmgott með stórum fataskáp og þaðan er stigi upp í risið.  Stofurnar eru samliggjandi, parketlagðar og bjartar, með gluggum til beggja átta.  Gengið úr borðstofu í eldhús, en einnig gengið í það af holi.  þar er fremur lítið, með upprunalegri málaðri innréttingu flísum á milli efri- og neðri skápa og borðkrók.  Hjónaherbergið er á aðalhæð, parketlagt og með fataskáp.

Í risinu er teppalagt hol/gangur og af honum eru fjögur svefnherbergi, þar af eitt mjög stórt, ágætir kvistar á rishæðinni, teppi og dúkar á gólfum og góðar súðargeymslur.

Húsið virðist við einfalda skoðun vera í ágætu lagi hið ytra og búið er að endurnýja hluta glugga, pússa tröppur og lagfæra múr. Þó hefur orðið vart leka um sprungu á plötuskilum á suðurhlið og einnig í þaki bílskúrs.  Hið innra hefur húsið nánast ekkert verið endurnýjað á liðnum árum og þarnast því endurnýjunar í takt við nýja tíma.  Skipt var um frárennslislagnir undir húsinu og út fyrir húsvegg fyrir nokkrum árum.  Eign sem býður uppá mikla möguleika.  Seljandi vill upplýsa að heitur pottur er orðinn lúinn, það rennur vel í hann, en frárennslið er líklega í sundur.  Ekkert lok fylgir og því er notkun líklega óheimil skv. núgildandi reglum.

Stutt í skóla og alla þjónustu.  Einstök staðsetning í útjaðri byggðarinnar og við hraunið.  Seljandi hefur upplýst að lóðarmörk á suðurhlið eru við innri hlið hundagerðis, en húsið og húsið við hliðina hafa helgað sér lóð til suðurs án formlegs leyfis.

Nánari uppl. veitir Björn Þorri Viktorsson hrl. og lgf. bjorn@midborg.is, eða í síma 894-7070.
 
Sundagarðar 2 - 104 Reykjavík – Sími 533-4800 – midborg@midborg.is - www.midborg.is - VSK nr. 102377