Silfurslétta 5, 162 Reykjavík
29.900.000 Kr.
Atvinnuhús/ Lager - Iðnaðarhúsnæði
0 herb.
95 m2
29.900.000
Stofur
0
Svefnherbergi
0
Baðherbergi
0
Inngangur
Sér
Byggingaár
1997
Brunabótamat
18.900.000
Fasteignamat
16.150.000

Silfurslétta 5, snyrtilegt og gott iðnaðar/geymsluhúsnæði í iðnaðarhverfinu á Esjumelum (póstnúmer 162) í Reykjavík.  Ath. verður skilað með steyptu plani sbr. aðliggjandi pláss.

Um er að ræða stálgrindarhús byggt árið 1997.   Grunnflötur húsnæðisins er skráður 55,2 fm. í fasteignaskrá HMS, en til viðbótar er nýlega innréttað u.þ.b. 40 fm. milliloft, þar sem er eldhús, skrifstofu- og kaffistofu aðstaða, snyrting og geymsla (óskráð rými).  Alls er húsnæðið því um 95 fm. að gólffleti með óskráða milliloftinu.  Endurnýjaðar vatns- og raflagnir að hluta að sögn eiganda.  Góður timburstigi á efri hæð, sem er snyrtileg, að mestu parketlögð.  Þar er skrifstofa/kaffistofa með eldhúsinnréttingu.  Snyrting með innréttingu og baðkari.  Einnig ágæt skrifstofa/herbergi.  Gott geymsluloft undir súð.

Góðar innkeyrslu- og göngudyr eru á húsinu,  3ja fasa rafmagn og ágæt malarborin aðkoma, en eigandi skilar húsinu með steyptu aðkomuplani eins og búið er að gera á aðliggjandi plássum.  Kynding með hitaveitu - gólfhiti á neðri hæð.

Mjög gott geymslupláss á lóð.

Húsnæðið er ekki með vsk. kvöð.

Eignin getur verið laus mjög fljótlega.

Allar nánari upplýsingar veitir Björn Þorri Viktorsson hrl. og lgf. [email protected] eða í síma 894-7070

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.