Akurholt 15 SELD m.fv., 270 Mosfellsbær
189.000.000 Kr.
Einbýli/ Einbýlishús með aukaíbúð
10 herb.
391 m2
189.000.000
Stofur
3
Svefnherbergi
7
Baðherbergi
3
Inngangur
Sér
Byggingaár
1974
Brunabótamat
161.500.000
Fasteignamat
172.450.000

Fasteignasalan Miðborg kynnir Akurholt 15, Mosfellsbæ.  Um er að ræða stórt og glæsilegt einbýlishús með tveimur íbúðum og tvöföldum bílskúr, alls 391,8 fm., á glæsilegri 1.032 fm. lóð á þessum rólega og veðursæla stað.  Aðalíbúðin er á efri hæðinni 152 fm., bílskúrinn er 49,9 fm. og neðri hæðin sem er að hluta niðurgrafiin er 189,9 fm.  Þar er í dag stór aukaíbúð og miklir möguleikar felast í öllu því plássi sem þar er til viðbótar.  Gott steypt bílaplan með hitalögn er fyrir framan húsið.  Einnig er stórt malbikað bílaplan á vesturhlið lóðarinnar.

Efri hæð:  Komið er á dúklagða forstofu með stórum fataskáp og þaðan er aðgengi að geymslulofti.  Hol, borðstofa og sjónvarpsstofa eru samliggjandi, parketlagðar, útgangur á svalir úr borðstofu og af þeim á u.þ.b. 60 fm. sólpall til suðurs og vesturs.  Eldhúsið er korklagt með eldri fulningarinnréttingu, flísum á milli skápa, borðkrók og tveimur gluggum.  Innaf eldhúsinu er búr með innréttingu og hillum.  Arinstofa er parketlögð með útgangi á dúklagðar yfirgyggðar svalir. Svefnherbergjagangurinn er parketlagður.  Af honum eru þrjú svefnherbergi með dúk á gólfum.  Skápar í hjónaherberginu.  Baðherbergið er flísalagt með baðkari/sturtu, innréttingu og þremur gluggum.  Teppalagður stigi á neðri hæð er úr holinu.

Neðri hæð:  Forstofa með flísum og fatahengi.  Dúklögð snyrting með glugga.  Parketlagt hol og stigi úr því á efri hæð.  Stórt flísalagt þvottahús með sturtu.  Innaf því er rúmgóð geymsla.  Mjög stórt flísalagt herbergi/bókastofa (ca. 28 fm. - möguleg stúdíoíbúð).  Af holinu er gengið inn í 4ra herbergja íbúð.  Samliggjandi stofa og eldhús með útgangi í garð.  Létt innrétting í eldhúsi.  Flísalagt baðherbergi við hlið eldhúss, sturta, innrétting og gluggi.  Fjögur herbergi með plastparketi, þar af tvö þeirra u.þ.b. 18 fm. hvort.  Geymsla innaf herbergjagangi.  Undir svölum/sólstofu efri hæðar er stór geymsla með sérinngangi að utan.

Bílskúrinn er tvöfaldur, með vatni, hita rafmagni, gluggum og hurðaropnurum.  Hleðslustöð í bílskúr.  Stór suður og vestur sólverönd og stór lóð til suðurs og vesturs.  Álklæðning á þaki eignarinnar.

Eignin er innréttuð á vandaðan hátt, en að miklu leyti í upprunalegu ástandi hið innra og komið er að endurnýjun tréverks að hluta, t.a.m. í sólstofu.  Mikil tækifæri felast í standsetningu eignarinnar og mögulega endurskipulagningu. 

Vinsælt hverfi í Mosfellsbæ, veðursæld er mikil og stutt í skóla, leikskóla, verlsun og alla helstu þjónustu.  Fasteignamat eignarinnar 2025 verður kr. 175.650.000,-

Nánari upplýsingar veitir Björn Þorri Viktorsson hrl. og lögg. fasteignasali, í síma 894-7070, eða [email protected].

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.