Fallegt, vel hannað og einstaklega vel staðsett 163,7 fm. parhús á einni hæð með bílskúr í rólegri botnlangagötu við sjóinn í Garðavík í Borgarnesi. Húsið sjálft er 128,1 fm. ásamt bílskúr 33,6 fm. Lóð hússins er 793,0 fm. Húsið skiptist í forstofu, hol, stofu, sólskála, eldhús, baðherbergi og þrjú svefnherbergi. Rúmgott þvottahús er innaf eldhúsi, með bakútgangi að bílskúrnum.Nánari lýsing: Komið er á flísalagða
forstofu með fatahengi. Innaf henni er parketlagt
hol, samliggjandi við
stofu og borðstofu sem mynda opið rými. Útaf stofunni er gengið í
22 fm. sólstofu sem byggð var við enda hússins í kringum 1990. Flísar á gólfi og útgengt í garðinn úr sólstofu. Kynding með ofnum.
Eldhúsið er flísalagt, með fulningarinnréttingu úr eik og flísum á mili efri og neðri skápa. Borðkrókur og tveir stórir gluggar í eldhúsi.
Þvottahúsið er rúmgott, dúklagt og með bakútgangi. Geymsluloft þar fyrir ofan.
Svefnherbergjagangur er parketlagður. Þar er parketlagt
hjónaherbergi með 6X efri og neðri skápum og útgangi á sólpall, sem tengir húsið og bílskúrinn.
Tvö parketlögð barnaherbergi og nýstandsett flísalagt
baðherbergi, með vegghengdu salerni, "walk in" sturtu, innréttingu og glugga.
Bílskúrinn er með gönguhurð í garðinn, vatni, hita, rafmagni og tveimur gluggum á hlið. Bílskúrar húsanna tengja þau saman.
Allt parket er massívt viðarparket. Gler í suðurhlið hússins og sólskála var endurnýjað fyrir nokkrum árum. Húsið er hraunað hið ytra og var málað að utan, bæði þak og veggir fyrir 3 árum. Sólskálinn var byggður við húsið um 1990 og nýtt uppstólað þak var sett á bílskúrinn 2001/2002.
Einstök staðsetning á rólegum stað við sjóinn. Fallegt útsýni er úr húsinu, óhindrað til sjávar og fjalla.Nánari upplýsingar veitir Björn Þorri Viktorsson hrl. og lögg. fasteignasali, í síma 894-7070, tölvupóstur
[email protected].